Pokastöðvar vítt og breitt um landið

Hafir þú áhuga á að setja upp nýja stöð má hafa samband við gudrun (at) nyheimar.is
Þeir sem finna punkt við sína heimabyggð geta verið í beinu sambandi við þá sem hafa byrjað verkefnið þar.

Boomerang Bags // Pokastöðin

Pokastöðin er í samstarfi við alþjóðlegt verkefni sem heitir Boomerang Bags og kemur frá Ástralíu en dreifist nú eins og eldur í sinu um allan heim. Við munum koma til með að trana því fram eins vel og við mögulega getum, enda veitir ekki að dreifa boðskapnum sem víðast. Endilega kíkið á facebook síðu Boomerang Bags og smellið einu “læki” á síðuna þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem við sáum og komumst að því að aðrir væru að gera svipaða hluti og við hér á Íslandi!