Pokastöðvar á Íslandi

Pokastöðin er samfélagsverkefni sem snýst um að búa til hringrás taupoka í samfélaginu. Verkefnið sem hófst á Hornafirði á vormánuðum 2016 er í dag hluti af alþjóðlegu verkefni sem heitir Boomerang Bags og á það uppruna sinn í Ástralíu.

Pokastöðin hefur smám saman verið að riðja sér rúms á Íslandi og eru ný samfélög að bætast við hópinn reglulega.

Viltu taka þátt í þeim samfélögum sem nú þegar eru til staðar hafðu samband við aðila í grennd við þig.

Viltu setja af stað Pokastöð í þínu samfélagi? 
Guðrún Sturlaugsdóttir; gudrun [at] nyheimar.is
Við reddum merki fyrir þitt samfélag og getum veitt ykkur upplýsingar um fyrstu skrefin. Hér má einnig finna .pdf skjal sem veitir upplýsingar um fyrstu skrefin.

Boomerang bags um allan heim:

boomerangbags_heimurinn.PNG